Landbúnaðarráðherra afhendir styrki

Helgi Bjarnason

Landbúnaðarráðherra afhendir styrki

Kaupa Í körfu

LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA, Guðni Ágústsson, afhenti í gær fulltrúum skógræktarfélagsins Skógfells og Fjáreigendafélags Vatnsleysustrandarhrepps styrki til að bæta aðgengi að skógræktarsvæðinu á Háabjalla og til að gera við Strandarrétt. Skógfell hefur nýlega eignast svæðið við Háabjalla sem er ofan Reykjanesbrautar og í landi Vatnsleysustrandarhrepps. Þar er skógarlundur sem byrjað var að planta í 1948 og í honum eru hæstu tré á Suðurnesjum, þau hæstu yfir 13 metrar. Við athöfn á svæðinu í gær afhenti Guðni Ágústsson Oktavíu J. Ragnarsdóttur, formanni Skógfells, 100 þúsund króna styrk frá ríkinu, en peningarnir eru teknir af ráðstöfunarfé landbúnaðarráðherra. MYNDATEXTI: Oktavía, Guðni og Birgir á skógræktarsvæði Skógfells við Háabjalla.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar