Rimaskóli

Morgunblaðið RAX

Rimaskóli

Kaupa Í körfu

Taflfélagið Hrókurinn heiðraði í gær drengja- og stúlknasveitir Rimaskóla en báðar sveitir hömpuðu Íslandsmeistaratitlinum á grunnskólamótinu í skák. Drengjasveitin braut á bak aftur margra áratuga langa sigurgöngu Melaskóla og hampaði Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta sinn. Sigurliðið verður fulltrúi Íslands á Norðurlandaskákmóti grunnskóla í Finnlandi í haust. Myndatexti: Sigursveitir Rimaskóla í stúlkna- og drengjaflokki ásamt Hrafni Jökulssyni, formanni Hróksins,og Helga Árnasyni, skólastjóra Rimaskóla. Stúlknasveitina skipa: Ingibjörg Ásbjörnsdóttir, Júlía Guðmundsdóttir, Júlía Rós Hafþórsdóttir og Elísabet Ragnarsdóttir. Drengjasveitina skipa: Hjörvar Steinn Grétarsson, Egill Gautur Steingrímsson, Sverrir og Ingvar Ásbjörnssynir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar