Samningur undirritaður í Háskóla Íslands

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Samningur undirritaður í Háskóla Íslands

Kaupa Í körfu

Samningur milli Háskóla Íslands og Þróunarsamvinnustofnunar HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkisráðherra, Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, og Árni Magnússon, stjórnarformaður Þróunarsamvinnustofnunar (ÞSS), undirrituðu í gær samstarfssamning sem markar upphaf að víðtæku samstarfi ÞSS og Háskólans um kennslu, rannsóknir og stúdentaskipti á sviði þróunarmála. Samstarfssamningurinn tekur til þriggja ára og kveður meðal annars á um að Háskóli Íslands leitist við að efla rannsóknir og kennslu á sviði þróunarsamstarfs og stuðli að því að haldin verði námskeið um málefni og aðstæður þróunarlanda. MYNDATEXTI: Árni Magnússon, stjórnarformaður Þróunarsamvinnustofnunar, Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, Ólafur Þ. Harðarson, forseti Félagsvísindastofnunar, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, varaforseti félagsvísindadeildar HÍ, og Geir Gunnlaugsson, yfirlæknir hjá Miðstöð heilsuverndar barna, kynna samstarfið um kennslu og rannsóknir á sviði þróunarmála.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar