Jónas Ingólfur Gunnarsson

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Jónas Ingólfur Gunnarsson

Kaupa Í körfu

Ungur maður sem greindist með eitlakrabbamein á síðasta ári heldur myndlistarsýningu á Landspítala ÉG var að vinna sem vaktstjóri hjá skyndibitastað áður en ég greindist með krabbamein síðasta vor," útskýrir Jónas Ingólfur Gunnarsson, tvítugur maður af Snæfellsnesi sem í gær opnaði málverkasýningu í K-byggingu Landspítalans MYNDATEXTI: Jónas Ingólfur Gunnarsson við verkið Ljós í fjarska. "Þetta verk er rosalega sterkur draumur sem mig dreymdi. Það tjáir hvað krabbameinssjúklingar ganga í gegnum. Svarta veran í miðjunni getur verið krabbameinssjúklingur og hvítu verurnar fyrir aftan og til hliðar geta verið aðstandendur. Þeir geta ekki leitt sjúklinginn. Hann verður að fara sjálfur í gegnum þetta. Sumir lenda í hvirfilbyljum og eldingum en aðrir komast að ljósinu. Ég ætla að vona að ég komist þangað."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar