Wagnerstyrkþegi

Halldór Kolbeins

Wagnerstyrkþegi

Kaupa Í körfu

RICHARD Wagner-félagið hefur undanfarin ár boðið íslenskum tónlistarmönnum að vera styrkþegar á Wagner-hátíðinni í Bayreuth sem hefst í lok júlí. Styrkurinn felst m.a. í því að sjá 3-4 óperusýningar auk margs konar annarrar fyrirgreiðslu. Styrkþegi að þessu sinni er Davíð Ólafsson bassasöngvari, sem nýverið var fastráðinn við Íslensku óperuna, og mun hann m.a. sjá allan Niflungahringinn á sumri komanda. Styrkþegar hafa m.a. verið Bjarni Thor Kristinsson, Tómas Tómasson, Jónas Guðmundsson, Árni Heimir Ingólfsson og Anna M. Magnúsdóttir. MYNDATEXTI: Davíð Ólafsson, styrkþegi Richard Wagner-félagsins, ásamt formanni félagsins, Selmu Guðmundsdóttur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar