Fram - Haukar 29:34

Fram - Haukar 29:34

Kaupa Í körfu

DEILDARMEISTARAR Hauka voru hársbreidd frá því að falla út í átta liða úrslitum Íslandsmótsins gegn áttunda liði 1. deildar, Fram. Þegar fimm sekúndur voru eftir af leik liðanna í Safamýrinni í gærkvöld og staðan var 26:26 komst Guðjón Finnur Drengsson, Framari, í dauðafæri, þrátt fyrir að hans menn væru fjórir á móti sex, en Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður Hauka, varði skot hans. Haukar sluppu þar með fyrir horn og gerðu síðan út um leikinn í framlengingunni - sigruðu að lokum, 34:29. Þar með er staða liðanna jöfn, 1:1, og þau mætast í oddaleik á Ásvöllum á sunnudaginn. MYNDATEXTI: Guðjón Finnur Drengsson, hornamaður Fram, er tekinn föstum tökum af Haukamanninum Robertas Pauzuolis í viðureign liðanna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar