Heilsuvernd barna

Heilsuvernd barna

Kaupa Í körfu

Tíu íslenskir sérfræðingar, sem allir hafa mikla reynslu af heilsuvernd barna og geð- og þroskaröskunum þeirra, hafa nú tekið höndum saman um umfangsmikla rannsókn, sem ná á til allra fimm ára barna í landinu. Markmiðið er einkum það að skima og greina hugsanlegar geð- og þroskaraskanir svo unnt sé að grípa sem fyrst til viðeigandi ráðstafana. Jóhanna Ingvarsdóttir kynnti sér verkefnið, sem nú er nýhafið. MYNDATEXTI: Þau standa að rannsókninni, f.v.: Páll Magnússon sálfræðingur, Ólafur Ó. Guðmundsson, barna- og unglingageðlæknir, Eydís Sveinbjarnardóttir geðhjúkrunarfræðingur, Ingibjörg Sigmundsdóttir hjúkrunarfræðingur, Sigríður Gísladóttir, hjúkrunarfræðingur og starfsmaður rannsóknarinnar, Steingerður Sigurbjörnsdóttir barnalæknir, Evald Sæmundsen sálfræðingur, Geir Gunnlaugsson barnalæknir og Gísli Baldursson, barna- og unglingageðlæknir. Solveigu Sigurðardóttur barnalækni og Bertrand Lauth, barna- og unglingageðlækni vantar á myndina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar