Kálfur í Húsdýragarðinum

Kálfur í Húsdýragarðinum

Kaupa Í körfu

Kýrin Doppa var stolt yfir nýfædda kálfinum sínum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum á laugardaginn en hann kom í heiminn um hálfsexleytið um morguninn. Kálfurinn er svartdröfnóttur og því lifandi eftirmynd móður sinnar. Doppa sjálf er frá Laugarbökkum en faðirinn er nautið Guttormur sem þar með getur stært sig af 22 afkvæmum. Kálfurinn, sem nefndur hefur verið Sumarliði, er stór og myndarlegur og dafnar vel. Nafngiftin er til komin þar sem hann kom í heiminn á sérstaklega sólríkum góðviðrisdegi. ENGINN MYNDATEXTI. (Doppa frá Laugabökkum og Guttormur)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar