Rúðubrot í Síðuskóla

Kristján Kristjánsson

Rúðubrot í Síðuskóla

Kaupa Í körfu

Um 100 rúður brotnar í tveimur grunnskólum bæjarins TÖLUVERT hefur verið um skemmdarverk á Akureyri í vetur og um helgina voru um eitt hundrað rúður brotnar í tveimur grunnskólum Akureyrar, rúmlega 80 í Síðuskóla og tæplega 20 rúður í Glerárskóla. Tjón vegna þessara skemmdarverka er á aðra milljón króna, að sögn Sigurðar Ágústssonar, fullrúa hjá Fasteignum Akureyrarbæjar, sem er svipuð fjárhæð og eftirlitsmyndavélar við báða skólana kosta. MYNDATEXTI: Sæmundur Friðfinnsson og Frank Oertwig frá fyrirtækinu Tréborg voru að skipta um rúður í Síðuskóla í gær. Hjá þeim stendur Sigurður Ágústsson, fulltrúi hjá Fasteignum Akureyrarbæjar. (Sæmundur Friðfinnsson og Frank Oertwig frá fyrirtækinu Tréborg voru að skipta um rúður í Síðuskóla í gær. Hjá þeim stendur Sigurður Ágústsson fulltrúi hjá Fasteignum Akureyrarbæjar.)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar