Húsverndarsjóður Hafnarfjarðar

Jim Smart

Húsverndarsjóður Hafnarfjarðar

Kaupa Í körfu

MENNINGARMÁLANEFND Hafnarfjarðar veitti 17 styrki til menningar- og liststarfsemi og styrki úr Húsverndarsjóði Hafnarfjarðar á dögunum að upphæð 2.350.000 kr. en í febrúar var undirritaður samningur við átta kóra, Lúðrasveit Hafnarfjarðar, Sveinssafn, Ljósaklif og Kammersveit Hafnarfjarðar að upphæð 4.800.000 krónur. Styrki til menningar og liststarfsemi hlutu Kári Árnason vegna heiðurstónleika sem halda á Guðmundi Steingrímssyni trommuleikara, Þóra Þórisdóttir til uppsetningar og sýningar á skúlptúr, Magnea Þuríður Ingvarsdóttir vegna sýningar á vídeóverki, Brynja Árnadóttir vegna myndlistarsýningar, Ragnheiður Gestsdóttir og Dansleikhús með Ekka vegna uppsetningar á leik- og dansverki fyrir börn, Birgir Svan Símonarson vegna ljóðabókar fyrir börn og vinnslu á geisladiski, Örn Hrafnkelsson og Þorfinnur Skúlason vegna útgáfu á textum frá 17. öld, Kvikmyndafélagið Þeir tveir vegna lokavinnslu á stuttmynd, Flensborgarskólinn og Sjónvarp Flensborgar til gerðar á heimildarmynd um Lista- og menningarhátíðina Bjartir dagar sem haldin verður 1.-23. júní nk. Styrk úr Húsverndarsjóði hlutu Brekkugata 12 (1905), Suðurgata 52 (1904), Norðurbraut 13 (1931), Suðurgata 33 (1907), Brekkugata 9 (1913), Hringbraut 51(1915), Hraunhvammur 3 (1926), Lækjargata 12 (1927). Hilmar Jónsson, leikhússtjóri Hafnarfjarðarleikhússins, hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir frumkvöðlastarf í menningar- og listalífi Hafnarfjarðar. Nefndina skipa Ása Björk Snorradóttir, Símon Jón Jóhannsson og Magnús Kjartansson. MYNDATEXTI: Handhafar menningar- og listastyrkja 2003 í Hafnarfirði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar