Vatnagleða

Jónas í Fagradal

Vatnagleða

Kaupa Í körfu

Smáfuglasöngurinn í Fagradal þagnaði snögglega á föstudag þegar hættulegur gestur frá útlöndum tók að sveima yfir sveitinni. Síðan þá hefur lítið heyrst í smáfuglunum. Að sögn Gunnars Hallgrímssonar, fuglaáhugamanns, er að öllum líkindum um að ræða vatnagleðu sem er afar sjaldséður ránfugl hér á landi og gerir sér reyndar sjaldan ferð til annarra landa í Norður-Evrópu. Aðeins er vitað til að tvisvar áður hafi slíkur fugl sést hér á landi. Myndatexti: Gleðan á sveimi milli Fagradals og Höfðabrekku austan við Vík.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar