Kajakar í smíðum

Svanhildur Eiríksdóttir

Kajakar í smíðum

Kaupa Í körfu

Skátarnir í Víkverjum hafa unnið af kappi við að smíða kajaka á fundum sínum "VIÐ höfum öll prófað að sigla kanoum, enda er það hluti af starfi skáta, en það verður toppurinn að sigla á þessum kajökum," sögðu skátarnir í Víkverjum í samtali við blaðamann, en þeir eru í óða önn að setja saman nokkra kajaka sem áætlað er að sigla á um Snorrastaðatjörnum í næsta mánuði. MYNDATEXTI: Fyrsti kajakinn er að taka á sig mynd og smiðirnir átta eru stoltir af verki sínu eins og vel má sjá. Með Víkverjunum á myndinni eru foringjarnir tveir úr Heiðarbúum, þeir Helgi Viðarsson Biering og Kristinn Guðmundsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar