Grímsbrot - Anna EA 121

Helga Mattína Björnsdóttir

Grímsbrot - Anna EA 121

Kaupa Í körfu

Vestanvindurinn getur orðið varasamur við Grímsey SKIPVERJAR á fiskibátnum Önnu EA 121, sem voru á leið til grásleppuveiða, fengu að finna fyrir því þegar þeir ætluðu að sigla fyrir Flesjarnar á suðurenda Grímseyjar um hádegisbil á dögunum. Vissu þeir ekki fyrr en gríðarlegt brot reið yfir og sprengdi framrúðu bátsins inn og braut annan glugga út. Sjór flæddi yfir öll siglingatækin og eru þau ónýt. Skipstjórinn á Önnu, Óli Brynjar Sverrisson frá Siglufirði, lét strax vita af óhappinu. MYNDATEXTI: Jóhannes Gísli Henningsson, Elvar Hjaltason og Óli Brynjar Sverrisson um borð í Önnu EA í Grímseyjarhöfn eftir barninginn við vestanáttina. mynd kom ekki (Jóhannes Gísli Henningsson, Elvar Hjaltason og Óli Brynjar Sverrisson um borð í Önnu EA í Grímseyjarhöfn.)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar