Guðni Ágústsson á fundi í Öræfum

Sigurður Mar Halldórsson

Guðni Ágústsson á fundi í Öræfum

Kaupa Í körfu

"Það er alltaf brakandi þurrkur þegar ég kem hingað," sagði Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra þegar hann kom til fundar í Hofgarði í Öræfum í gær. Guðni tafðist á leiðinni og kom eilítið of seint og Öræfingar stóðu fyrir utan í blíðunni og biðu eftir ráðherranum. Með í för voru Margrét Hauksdóttir, eiginkona Guðna, og Birgir Þórarinsson, sem skipar ellefta sæti á lista framsóknarmanna í Suðurkjördæmi. Myndatexti: Þjóðlendumálefni voru meðal þess sem mikið var rætt um á fundi Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra í Öræfasveitinni í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar