Unnsteinn Örn Elvarsson

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Unnsteinn Örn Elvarsson

Kaupa Í körfu

Unnsteinn Örn Elvarsson flugnemi sem komst lífs af úr flugslysinu í Hvalfirði VIÐ reyndum að færa okkur eins langt frá brennandi flakinu og við gátum og lágum í snjónum um 10 metrum frá flakinu og biðum björgunar, líklega í eina og hálfa klukkustund. Ég minnist þess aðallega hvað það var kalt á meðan við biðum, enda skulfum við báðir af kulda." Þetta segir Unnsteinn Örn Elvarsson, tvítugur flugnemi og annar tveggja flugmanna sem lifðu af flugslysið í Hvalfirði föstudagskvöldið 28. mars. Lá hann á sjúkrahúsi til 7. apríl og er nú að jafna sig heima við. Hann hefur stundað flugnám í þrjá vetur samhliða námi í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og stefnir að stúdentsútskrift frá FG í vor. MYNDATEXTI: Unnsteinn Örn Elvarsson flugnemi er á batavegi og ætlar að halda áfram flugnámi er heilsan leyfir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar