Bryggjuhreinsun

Ragnar Axelsson

Bryggjuhreinsun

Kaupa Í körfu

Menn frá siglingaklúbbnum Brokey voru mættir til vinnu í Reykjavíkurhöfn eldsnemma í gærmorgun að setja upp flotbryggjur félagsins og gera klárt fyrir sumarið. Brokey hefur haft aðstöðu við varðskipsbryggjuna við Ingólfsgarð í 20 ár en að sögn Jóns Búa Guðlaugssonar, stjórnarmanns í félaginu, er mikil hreyfing á þessum stað í höfninni og olli hún því að fara þurfti út í kostnaðarsamar viðgerðir á bryggjunum. Hann segir að félagið vonist til þess að það fái í framtíðinni betri og hagstæðari aðstöðu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar