Hverfisgata 47

Hverfisgata 47

Kaupa Í körfu

Sigríður P. Sigfússon ekkjufrú lét byggja húsið árið 1912 á lóð sem hún keypti af Ingvari Pálssyni, Hverfisgötu 13. Árið 1913 var húsið brunavirt. Þar segir meðal annars að það sé einlyft með porti, 51/2 álna risi og kvisti og að grunnfleti 16x14 álnir. Húsið er byggt af steinsteypu sementssléttaðri að utan og asfaltaðri að innan. Þak er úr plægðri 1" borða súð, klætt járni og með pappa í milli. Milligólf er í tveimur bitalögum, fyllt með sagspónum í milli. Innan á útveggi er þiljað og klætt með striga og pappa á veggi og loft. MYNDATEXTI: Húsið var byggt 1912. Litlar breytingar hafa verið gerðar innandyra í húsinu og er herbergjaskipan að mestu sú sama og þegar það var nýbyggt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar