Atlanta

Atlanta

Kaupa Í körfu

VERIÐ er að ljúka gerð viðbragðsáætlunar hjá Flugfélaginu Atlanta en hún felst í því að skrifa handbækur um neyðarviðbrögð félagsins ef kæmi til flugslyss. Undirbúningur hófst í fyrrasumar og hefur hann einkum hvílt á herðum Einars Óskarssonar, flugöryggisfulltrúa félagsins. "Við erum um þessar mundir að ljúka námskeiðum fyrir alla starfsmenn félagsins og þá eiga þeir að vita hvað gera skal ef vél frá okkur ferst en við vonum auðvitað að þessa kunnáttu þurfi ekkert okkar að nota," segir Einar í samtali við Morgunblaðið. Myndatexti: Chris Statham og Einar Óskarsson fara yfir gögn vegna áætlunarinnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar