Norræna - Seyðisfirði

Petur Kristjánsson

Norræna - Seyðisfirði

Kaupa Í körfu

GERT ER ráð fyrir því að 25 þúsund farþegar komi með Norrænu til Seyðisfjarðar á þessu ári en það er um 50% aukning frá síðasta ári. Nýja skipið, sem kom í jómfrúarferð sinni til Seyðisfjarðar í gær, er meira en tvöfalt stærra en gamla Norræna. Það er 165 metra langt, ber 1.500 farþega og það er svo stórt að búið er að gera nýja höfn á Seyðisfirði fyrir um 600 milljónir króna til þess að taka á móti skipinu en sama á við um hafnirnar í Leirvík á Hjaltlandi, Þórshöfn í Færeyjum, Hanstholm á Jótlandi og Björgvin í Noregi þar sem skipið á viðkomu. Móttaka var á Seyðisfirði í gær þegar skipið kom og var Seyðfirðingum boðið að skoða skipið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar