Menningarnótt í Reykjavík

(C) MOTIV-MYND, Jón Svavarsson

Menningarnótt í Reykjavík

Kaupa Í körfu

VEÐURGUÐIRNIR voru sannarlega hliðhollir Reykvíkingum á menningarnótt. Rjómablíða og skýjabakkarnir í vel til fundnu fríi. Tímasetning guðanna alveg með eindæmum góð þar sem umfang þessa árlega viðburðar var meira en nokkru sinni fyrr í ár. Samfelld dagskrá frá hádegi og fram á nátt þar sem helber listaflóran var breidd út: tónlist, myndlist, ljósmyndir, söngur, galdrar, íþróttir, myndbandslist, kvikmyndir, leiklist, gjörningar, fróðleikur, upplestur, dans, rímur og rapp. Og margt margt fleira. Fyrirtæki, opinberar stofnanir jafnt sem Pétur og Páll lögðust á eitt til að gera daginn eftirminnilegan enda þungstreymt af gestum allan daginn og sýnilega létt yfir borgarbúum. MYNDATEXTI: Hörður Áskelsson lék orgeltónlist í Hallgrímskirkju.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar