Steinn Sigurðsson

(C) MOTIV-MYND, Jón Svavarsson

Steinn Sigurðsson

Kaupa Í körfu

MARGIR kannast við þá óþægilegu tilfinningu sem fylgir því að heyra glamra í ryksugurörinu og vita ekki hvað það er sem er að sogast ofan í ryksugupokann. Hvað var þetta? Gullhringur, eyrnalokkur, hundrað kall, kubbur í púsluspilið, sem maður hefur verið að glíma við undanfarna mánuði? Eða kannski Lego-karl, sem er barninu afar hjartfólginn? Óvissan nagar mann og að endingu opnar maður ryksuguna og fer að róta í pokanum. Steinn Sigurðsson hugvitsmaður hefur nú leyst þetta vandamál. Hann hefur hannað búnað á ryksugubarkann sem gerir fólki kleift að sjá slíka hluti um leið og þeir sogast upp í barkann, og það sem meira er: Hlutirnir stöðvast á þar til gerðum kambi og maður getur skoðað þá, opnað búnaðinn og tekið hlutina séu þeir þess virði Hugvitsmaðurinn Steinn Sigurðsson vopnaður ryksugu með Visio-Vac búnaði

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar