Kosningabarátta Sjálfstæðisflokksins

Jón Svavarsson

Kosningabarátta Sjálfstæðisflokksins

Kaupa Í körfu

Skuldahali á ferð um borgina HANN er líflegur að sjá, fyrirbærið Skuldahali, sem sjá má á myndinni, en hlutskipti hans er að elta frambjóðendur R-listans fram að kosningum 25. maí næstkomandi að sögn Hauks Arnar Birgissonar, varaformanns Heimdallar. Haukur segir að Skuldahalinn sé útfærður af Heimdalli en sé táknrænn fyrir skuldir Reykjavíkurborgar, sem hafi verið að aukast eins og ítrekað hefur verið bent á að hans sögn. "Skuldahalinn er helsti stuðningsmaður R-listans og fylgir honum hvert sem hann fer," segir Haukur. "Skuldahalinn hefur vaxið og dafnað hjá R-listanum og þar líður honum best. Á næstu vikum mun Skuldahalinn elta R-listann um alla borg út af því að hann kann vel við sig í þeirri lélegu fjármálastjórn sem þar er viðhöfð. Umhverfi R-listans er því fullkomið fyrir Skuldahalann og því sækir hann í þá staði þar sem R-listinn fer um."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar