Kaldársel vatnsveita Hafnarfjarðar

(C) MOTIV-MYND, Jón Svavarsson

Kaldársel vatnsveita Hafnarfjarðar

Kaupa Í körfu

Dagur vatnsins var haldinn í Hafnarfirði á laugardag þar sem gestum var boðið í skoðunarferðir í Kaldárbotnum auk þess sem veitt var leiðsögn um vatnsbólin sjálf. Það var Vatnsveita Hafnarfjarðar, umhverfisnefnd og staðardagskrá 21 í Hafnarfirði sem stóðu fyrir þessum degi. Þá var Jóni Jónssyni jarðfræðingi veitt viðurkenning fyrir störf sín að vatnsverndarmálum en hann uppgötvaði m.a. að Kaldárbotnar og Gvendarbrunnar væru á sama vatnsverndarsvæðinu. Við þetta tækifæri færði Jón vatnsveitunni ýmis gögn sem hann hefur varðveitt og fela í sér upplýsingar um sögu vatnsverndar frá síðustu öld. Á myndinni má sjá Magnús Gunnarsson bæjarstjóra, Jón, Dag Jónsson vatnsveitustjóra og Guðrúnu Hjörleifsdóttur, formann umhverfisnefndar Hafnarfjarðar við þetta tækifæri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar