Birna Bjarnadóttir

Jón Svavarsson

Birna Bjarnadóttir

Kaupa Í körfu

SUNNUDAGINN fór fram Íslandsmeistarakeppni í sígildum samkvæmisdönsum, með frjálsri aðferð, annarsvegar og suður-amerískum dönsum, með frjálsri aðferð, hinsvegar. Keppendur voru á þriðja hundrað auk þeirra para, 9 ára og yngri, sem sýndu dans með tilþrifum. Dansíþróttasamband Íslands stóð fyrir keppninni, að venju, og tókst nokkuð vel til. Þrátt fyrir að DSÍ sé ungt samband hefur það innan vébanda sinna keppendur sem talist geta með þeim fremstu í heiminum. Að sögn Birnu Bjarnadóttur, formanns DSÍ, er hún mjög ánægð með árangur íslenzkra dansara, og síðast en ekki síst með það starf sem unnið hefur verið innan sambandsins, varðandi skipulagsmál og fleira. "Þar hafa margir lagt hönd á plóginn og árangurinn hefur því ekki látið standa á sér," sagði Birna Bjarnadóttir, formaður DSÍ, ánægð í bragði að lokinni vel heppnaðri Íslandsmeistarakeppni í samkvæmisdönsum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar