Útflutningsverðlaun forseta Íslands

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Útflutningsverðlaun forseta Íslands

Kaupa Í körfu

SAMHERJI hlaut í gær Útflutningsverðlaun forseta Íslands. Er það í fimmtánda sinn sem verðlaunin eru afhent. Í ræðu Páls Sigurjónssonar, formanns úthlutunarnefndar, í gær kom fram að Samherja hf. eru veitt verðlaunin fyrir að hafa náð sérlega góðum árangri í veiðum, vinnslu og markaðssetningu á íslensku sjávarfangi. "Fyrirtækið fer fremst í fylkingu íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja og hefur vakið mikla athygli fyrir framsækinn og arðbæran rekstur. Kraftur og áræðni einkenna fyrirtækið, starfsmenn þess og stjórnendur," að sögn Páls. MYNDATEXTI: Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, tók við Útflutningsverðlaunum forseta Íslands úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, á Bessastöðum í gær. Með þeim á myndinni eru Páll Sigurjónsson, formaður úthlutunarnefndar, og Gerður Gunnarsdóttir myndhöggvari.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar