Mæðrastyrksnefnd

Ólafur K. Magnússon
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Mæðrastyrksnefnd

Kaupa Í körfu

Saga Mæðrastyrknefndar er afar merkileg og ekki síst forystukonurnar í kvennasamtökunum sem stofnuðu nefndina og lyftu grettistaki í málefnum kvenna og barna á sínum tíma. Það var ótrúlegt hverju þær komu í verk," segir Þorgrímur Gestsson, blaðamaður og rithöfundur, en hann og Þórarinn Hjartarson, sagnfræðingur eru að skrá sögu Mæðrastyrksnefndar. "Sama á við um konurnar sem hafa unnið að þessum störfum síðastliðna áratugi. Starf þeirra hefur verið vanmetið af almenningi hin síðari ár." MYNDATEXTI: Á mæðradaginn seldu Mæðrastyrkskonur mæðrablómið og rann afraksturinn til sumardvalar mæðra og barna þeirra. Hér afhenda þær Jónína Guðmundsdóttir, formaður nefndarinnar, og Svava E. Mathiesen, framkvæmdastjóri hennar, blómið til sölu vorið 1960. Með þeim á myndinni eru þær Ingibjörg Marteinsdóttir og Brynja Guðmundsdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar