Bílar finnast á kafi í Bugðu

Halldór Kolbeins

Bílar finnast á kafi í Bugðu

Kaupa Í körfu

ÞRÍR bílar, sem stolið var af bílastæðum í Breiðholti og Árbæ í fyrrinótt, fundust í gærmorgun ofan í ánni Bugðu sem rennur í Elliðavatn. Bílarnir eru með topplúgu sem var í öllum tilvikum opin en það getur bent til þess að bílunum hafi verið ekið ofan í ána en ökumaður síðan smeygt sér upp um lúguna og stokkið í land. Hestamaður sem átti leið þarna um tilkynnti um bílana á ellefta tímanum í gærmorgun. Lögregla og slökkvilið höfðu talsverðan viðbúnað og kalla þurfti á kranabíla til að draga bílana upp úr ánni og síðan á brott. MYNDATEXTI: Kafari slökkviliðsins kom böndum á Benzinn svo hægt væri að draga hann upp úr.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar