Auður Laxness opnar Laxnesslykilinn

Halldór Kolbeins

Auður Laxness opnar Laxnesslykilinn

Kaupa Í körfu

AUÐUR Laxness opnaði í gær Laxnesslykilinn á veraldarvefnum en hann markar tímamót í aðgengi lesenda að verkum Halldórs Laxness. Í tilkynningu frá Eddu útgáfu segir að lykillinn opni fræðimönnum, grúskurum og öllu áhugafólki um verk Halldórs Laxness nýjar dyr að einum af hornsteinum íslenskrar menningar. "Þarna er að finna texta allra helstu skáldverka Halldórs, auk orðastöðulykils að þeim sem unninn var af Orðabók Háskólans. Halldór Laxness hefði orðið 101 árs í gær, á Alþjóðlegum degi bókarinnar. Með opnun lykilsins var Gagnasafni Eddu formlega hleypt af stokkunum en slóð þess er www.edda.is. Það verður opið fyrst um sinn en þar verður í framtíðinni hægt að kaupa áskrift á Netinu að margvíslegu efni sem útgáfan hefur yfir að ráða, s.s. Orðstöðulykli Íslendingasagna, Íslenskri orðabók og fleiri orðabókum, auk uppsláttarverka." MYNDATEXTI: Auður Laxness og Pétur Már Ólafsson opnuðu lykilinn að verkum Laxness.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar