Lestrarmenning

Svanhildur Eiríksdóttir

Lestrarmenning

Kaupa Í körfu

Verkefninu Lestrarmenning í Reykjanesbæ ýtt úr vör "MÉR finnst aðdáunarvert hvernig bæjarfélagið hefur tekið á þeim lestrarvanda sem próf hafa sýnt að sé til staðar hér. Það er gert á mjög jákvæðan hátt og ég trúi að árangurinn verði góður," sagði Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherra í ávarpi sínu við setningu verkefnisins Lestrarmenning í Reykjanesbæ í gær. Verkefninu Lestrarmenning í Reykjanesbæ var formlega ýtt úr vör í gær, á degi bókarinnar, með þeim hætti að leikskólabörnum voru færðar bókagjafir við athöfn í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum. MYNDATEXTI: Það komu fram í romsu Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar óskir um að á hverjum degi fæðist lestrarhestur. Hér afhendir hann ungum börnum úr leikskólanum Vesturbergi bókagjöf, sem kætir sannarlega ungan lestrarhest.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar