Container II frumsýnd í kvöld

Steinunn Ásmundsdóttir

Container II frumsýnd í kvöld

Kaupa Í körfu

NÝ íslensk kvikmynd, Container II, verður frumsýnd í kvikmyndahúsi Rafeindar á Egilsstöðum í kvöld. Framleiðendur kvikmyndarinnar eru Vídeóklúbbur Menntaskólans á Egilsstöðum og X-Film, þar sem Eiríkur Þór Hafdal og Jens Sigurður Jónasson eru lykilmenn. Eiríkur er leikstjóri, handritshöfundur og skipulagsstjóri og annaðist kvikmyndatöku, klippingu og hljóðvinnslu. Sigþór Jónsson er aðstoðarleikstjóri og Sigurjón Þórsson fjármálastjóri. Aðalleikarar eru Jens Sigurður Jónasson og Friðjón Magnússon. Allir þeir sem koma að myndinni, utan Jens, eru nemar við ME. Gerð myndarinnar kostaði um 150 þúsund og tók hún tæpt ár í vinnslu. MYNDATEXTI: Sigþór Jónsson og Eiríkur Þór Hafdal, aðstandendur kvikmyndarinnar Container II, sem frumsýnd verður á Egilsstöðum í kvöld. Þeir lýsa afkvæminu sem spennuglæpamynd með kaldhæðnum húmor.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar