Flugleiðir - Vildarbörn

Halldór Kolbeins

Flugleiðir - Vildarbörn

Kaupa Í körfu

Nýstofnaður sjóður, Vildarbörn, styður langveik börn og fjölskyldur þeirra TEKINN er til starfa sjóðurinn Vildarbörn sem starfræktur er á vegum Flugleiða og viðskiptavina félagsins. Sjóðurinn hefur það að markmiði að gefa langveikum börnum og börnum, sem búa við sérstakar aðstæður hérlendis og í nágrannalöndunum, tækifæri til ferðalaga. Stofnfundur Vildarbarna var haldinn í gær, sumardaginn fyrsta, þar sem þriggja milljóna króna stofnframlag Flugleiða var afhent Vigdísi Finnbogadóttur, verndara sjóðsins. MYNDATEXTI: Vigdís Finnbogadóttir, verndari Vildarbarna, tekur við stofnframlagi Flugleiða úr hendi Sigurðar Helgasonar, forstjóra félagsins. Við hlið Sigurðar er eiginkona hans, Peggy Helgason, sem hefur unnið mikið að málefnum langveikra barna. Lengst til hægri á myndinni er Kári Kárason, hótelstjóri Hótels Nordica.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar