Valur - ÍR 31:34

Halldór Kolbeins

Valur - ÍR 31:34

Kaupa Í körfu

ÍR-INGAR unnu sannfærandi og sanngjarnan sigur á Val í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik á Hlíðarenda í gærkvöldi, 34:31, eftir framlengdan leik. Leikmenn ÍR voru mun ákveðnari og beittari allan leikinn en töpuðu einbeitingunni undir lok venjulegs leiktíma með þeim afleiðingum að leikinn varð að framlengja eftir að Hjalti Pálmason jafnaði metin fyrir Val, 29:29, þegar 15 sekúndur voru eftir. MYNDATEXTI: ÍR-ingurinn Einar Hólmgeirsson fór tíðum á kostum gegn Val og skoraði 9 mörk í leiknum. Hér hefur hann snúið á Markús Mána Michaelsson og býr sig undir að mæta Snorra Steini Guðjónssyni, fyrirliða Vals, eða þá skjóta á markið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar