HYDROGEN - Vetnisstöð Skeljungs

Sverrir Vilhelmsson

HYDROGEN - Vetnisstöð Skeljungs

Kaupa Í körfu

Von er á þremur vetnisknúnum strætisvögnum í ágúst MEIRIHÁTTAR áfanga á leið til vetnissamfélags var náð í gær þegar fyrsta vetnisstöðin í heiminum á almenningsbensínstöð var opnuð á Select-stöð Skeljungs við Vesturlandsveg. Þetta er mat Jeroens van der Veer, næstráðanda hjá Shell-samsteypunni. Hann segir að Ísland sé í forystu meðal þjóða heims í vetnisvæðingu og heimsbyggðin fylgist með þróun mála hér á landi./Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri Íslenskrar NýOrku, sem á vetnisstöðina ásamt Skeljungi, segir að vetni verði dýrara en bensín til að byrja með en síðar sé gert ráð fyrir að kostnaður við bensín- og vetnisbíl verði álíka mikill. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra vígði vetnisstöðina í gær og dældi vetni á sérinnfluttan Benz. Í ágúst er von á þremur vetnisknúnum strætisvögnum sem verða í tilraunaakstri í Reykjavík. ENGINN MYNDATEXTI. (Fyrsta vetnisstöð í heimi sem er uppbyggð fyrir almenna viðskiptavini opnuð sumardaginn fyrsta . Af því tilefni var vetnisbifreið af gerðinni Benz flutt til landsins og er hún sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi.)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar