Steingrímur J. Sigfússon

Sverrir Vilhelmsson

Steingrímur J. Sigfússon

Kaupa Í körfu

Vinstrihreyfingin - grænt framboð (VG) býður nú fram til Alþingis í annað sinn. Flokkurinn var stofnaður í febrúar 1999 og fékk 9,1% fylgi og sex þingsæti að loknum alþingiskosningum sama vor. Skoðanakannanir fyrr á þessu kjörtímabili sýndu stuðning við VG upp á meira en 20% þegar mest var. Samkvæmt síðustu fylgiskönnunum fengi flokkurinn fimm til sjö þingmenn ef kjörfylgið yrði eins og kannanir sýna nú. Því lá fyrst við að spyrja Steingrím J. Sigfússon hvort hann væri ánægður með niðurstöður nýjustu fylgiskannananna. "Ég yrði ekkert ánægður ef þetta yrði útkoma kosninga, en hef ástæðu til að ætla að við gerum betur í kosningum. Markmið okkar er að bæta við fylgið og skila góðri tveggja stafa tölu," sagði Steingrímur. Hann segist finna að flokkurinn hafi fengið aukinn meðbyr um og eftir páskana. Fylgið hafi mælst nokkuð jafnt frá því í sveitarstjórnarkosningunum í fyrravor, sveiflast um 1-2% frá kjörfylgi. Hið mikla fylgi sem flokkurinn fékk í skoðanakönnunum í upphafi kjörtímabilsins hafi skapast af sérstökum aðstæðum í þjóðfélaginu. Steingrímur bendir á að miklar sveiflur hafi verið undanfarið í fylgi flokkanna, en VG haldið sínum hlut. "Nú trúi ég að það sé komið að okkur að taka flugið inn í lokasprett kosningabaráttunnar. Það er ekki versti tíminn til að vera á uppleið!" Steingrímur J. Sigfússon 3. þingmaður Norðurlands eystra. F. á Gunnarsstöðum í Þistilfirði 4. ágúst 1955. K. (18. jan. 1985) Bergný Marvinsdóttir (f. 4. des. 1956) læknir. Börn: Sigfús (1984), Brynjólfur (1988), Bjartur (1992), Vala (1998).

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar