Grensásdeildin 30 ára

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Grensásdeildin 30 ára

Kaupa Í körfu

GRENSÁSDEILD Landspítala Háskólasjúkrahúss á Grensási hefur starfað í þrjátíu ár um þessar mundir. Með sameiningu Sjúkrahúss Reykjavíkur í Fossvogi og Landspítalans við Hringbraut, var endurhæfing sjúkrahúsanna sameinuð undir eitt svið, endurhæfingarsvið. Þar starfa læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sjúkraþjálfar, iðjuþjálfar, talmeinafræðingar, félagsráðgjafar, sálfræðingar, prestar, þroskaþjálfar, ritarar og ófaglært starfsfólk eða 240 manns. Endurhæfingarsvið starfar á fimm stöðum, við Hringbraut, í Fossvogi, á Landakoti, í Kópavogi og á Grensási, þar sem legudeildirnar eru til húsa. Deildin sinnir fyrst og fremst frumendurhæfingu og í einstaka tilfellum langtíma endurhæfingu. MYNDATEXTI: Gunnar Páll Ívarsson við tölvuna hjá talmeinafræðingunum en innan talmeinaþjónustunnar fer fram þjálfun í tjáskiptum, bæði munnlegum og skriflegum. Sem dæmi má nefna að mikið er unnið á forrit, sem varð til í norrænu samstarfsverkefni, ARNIT. Hlutverk þess er að auðvelda einstaklingum með málstol aðgang að netpósti og vefsíðum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar