Anna Torfadóttir

Halldór Kolbeins

Anna Torfadóttir

Kaupa Í körfu

SUMARDAGINN fyrsta síðastliðinn varð Borgarbókasafn Reykjavíkur 80 ára. Safnið var stofnað árið 1923, kallaðist þá Alþýðubókasafn Reykjavíkur og telst ein elsta menningarstofnunin í Reykjavík. Miklar breytingar hafa átt sér stað í starfsemi safnins á þessum átta áratugum eins og von er og hefur það farið sívaxandi, bæði hvað varðar safnkost, húsakynni og gestafjölda, en meginmarkmið þess er þó ávallt hið sama - að miðla almenningi útgefnu efni í sem fjölbreyttastri mynd. MYNDATEXTI: Að sögn Önnu Torfadóttur borgarbókavarðar hafa margvíslegar breytingar orðið á starfsemi Borgarbókasafns Reykjavíkur síðan það tók til starfa árið 1923, þá í einu herbergi á Skólavörðustíg með 933 bækur og einn bókavörð á sínum vegum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar