Falleg selja

Margrét Ísaksdóttir

Falleg selja

Kaupa Í körfu

SELJA er ekki mjög algeng í görðum fólks, en finnst á stöku stað. Ein slík er hér í Hveragerði og vakti mikla athygli þegar reklar hennar voru í blóma skærgulir. Að sögn Kolbrúnar Þóru Oddsdóttur, umhverfisstjóra Hveragerðisbæjar, vex seljan best í kalkríkum þurrum jarðvegi og á sólríkum stað. Hún getur orðið 6 til 12 m há og um 60-80 ára gömul. MYNDATEXTI: Seljan leit út eins og hún væri skreytt í tilefni páskanna, skærgul og skrautleg.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar