KA - Haukar 32:35

Kristján Kristjánsson

KA - Haukar 32:35

Kaupa Í körfu

Hann var magnaður leikur KA og Hauka í undanúrslitum karlahandboltans sem fram fór á Akureyri í gær. Á endanum voru það Haukarnir sem fögnuðu sigri eftir framlengingu. Leikurinn sem var hnífjafn og spennandi allan tímann endaði 35:32 og með sigrinum komust Haukar í úrslitaleikina um Íslandsmeistaratitilinn og leika þar gegn ÍR. Myndatexti: Aron Kristjánsson, leikmaður Hauka, tekinn föstum tökum af Arnóri Atlasyni KA-manni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar