Vatnaveröld

Sverrir Vilhelmsson

Vatnaveröld

Kaupa Í körfu

UM 20 þúsund gestir komu á siglingasýninguna Vatnaveröld í Smáralindinni um helgina á vegum Siglingasambands Íslands, þar sem gaf að líta margs konar báta og búnað í vatna- og sjósporti. Siglingafélögin kynntu starfsemi sína auk Kajakklúbbssins og Sportkafarafélagsins. Einnig voru sýndar kvikmyndir úr heimi vatnasportsins og fólki boðið að setjast í bátana. Það nýjasta sem boðið er upp á í ferðaþjónustu í tengslum við vatnasport eru þotubátar til siglinga á ám, en það eru hraðbátar með þotudrifi í stað skrúfu. Þeir eru smíðaðir úr áli og er hægt að fara í flúðasiglingar á þeim. Fyrirtækið Arctic Rafting sýndi einn fimm manna þotubát sem nær 130 km hraða. Pétur Axel Eyvindsson

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar