Mentorverkefni í Húsdýragarðinum

Brynjar Gauti

Mentorverkefni í Húsdýragarðinum

Kaupa Í körfu

Lok mentorverkefnisins Vináttu í Húsdýragarðinum Háskólanemar og grunnskólabörn sem hafa kynnst í gegnum mentorverkefnið Vináttu hittust og skemmtu sér saman í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum um helgina þar sem farið var í leiki og borðað saman. Mentorverkefnið Vinátta felst í því að háskólastúdentar verja þremur stundum á viku á skólaárinu í samveru með grunnskólabörnum á aldrinum 7-12 ára og veita þeim stuðning og hvatningu. Í vetur voru þátttakendur 144, 72 grunnskólanemar og 72 mentorar. Um er að ræða þriggja ára tilrauna- og þróunarverkefni, byggt á alþjóðlegri fyrirmynd. Það hófst haustið 2001 í samvinnu við Háskóla Íslands, Kennaraháskóla Íslands og tvo grunnskóla í Reykjavík en styrktaraðili þess er Velferðarsjóður barna á Íslandi. MYNDATEXTI: Mentorar og grunnskólanemar hittust og skemmtu sér saman um helgina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar