Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Helgi Bjarnason

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Kaupa Í körfu

Teknar upp viðræður um að læknar úr Reykjavík þjóni Suðurnesjamönnum ÁKVEÐIÐ hefur verið að taka upp viðræður um að Heilsugæslan í Reykjavík (HR) taki tímabundið að sér, sem verktaki, læknisþjónustu í heilsugæslu hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS). Var þetta tilkynnt á fundi í Keflavík í gær. Við sama tækifæri undirritaði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra viljayfirlýsingu um uppbyggingu og þjónustu. Sigríður Snæbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri HSS, kvaðst vonast til að nú sæist lausn á vanda heilsugæslunnar á Suðurnesjum en sem kunnugt er hafa ekki fengist heimilislæknar til starfa þar frá því heilsugæslulæknarnir sögðu upp störfum og hættu á síðasta ári vegna deilna við heilbrigðisráðuneytið. Kvaðst hún vona að starfsfólkið fengi nú vinnufrið og sagðist viss um að þá myndi það gera góða hluti. MYNDATEXTI: Sigríður Snæbjörnsdóttir og Guðmundur Einarsson takast í hendur eftir undirritun yfirlýsingarinnar í gær. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra var viðstaddur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar