Sigurður Gústafsson
Kaupa Í körfu
Sigurður Gústafsson arkitekt hlaut í gær sænsku hönnunarverðlaunin sem kennd eru við Torsten og Wönju Söderberg við athöfn í Norræna húsinu. Verðlaunaféð er 500.000 sænskar krónur, sem jafngildir um fjórum og hálfri milljón íslenskra króna, og eru verðlaunin því með þeim hæstu sem einstaklingum eru veitt á sviði hönnunar á Norðurlöndum. "Þessi verðlaun skipta auðvitað miklu máli fyrir mig og ég mun nota verðlaunaféð til þess að halda áfram með það sem ég hef verið að gera," sagði Sigurður í samtali við Morgunblaðið. Hann benti á að mikill kostnaður fylgdi því oft og tíðum að búa til frumeintök af húsgögnum og öðrum hlutum. "En svo fylgir þessum verðlaunum ekki síður mikill heiður og ég tel að það geti einnig verið jákvætt fyrir íslenska hönnun að fá svona stór verðlaun hingað til lands." Myndatexti: Sigurður Gústafsson ásamt Elsebeth Welander-Berggren, forstöðumanni Röhsska-safnsins í Gautaborg. Safnið hefur milligöngu um veitingu sænsku hönnunarverðlaunanna, sem Sigurður hlaut í gær, en þau eru kennd við Torsten og Wönju Söderberg.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir