Bridslandslið í Keflavík

Arnór Ragnarsson

Bridslandslið í Keflavík

Kaupa Í körfu

Brids - Umsjón Arnór G. Ragnarsson Landsliðið mætti harðri mótspyrnu í Keflavík Íslenska karlalandsliðið æfir af kappi þessa dagana fyrir Norðurlandamótið í brids sem hefst í Færeyjum 18. maí nk.Liðið fór á Suðurnesin um helgina og mætti sveit Sparisjóðsins í Keflavík og pari sem skipað var Garðari Garðarssyni og Kristjáni Kristjánssyni formanni Bridsfélags Suðurnesja. Leikurinn var allan tímann jafn og skemmtilegur. Suðurnesjamenn höfðu betur í hálfleik og allt fram á síðasta spil. Þá voru Suðurnesjamenn með 14 impa forystu en síðasta spilið var þeim örlagaríkt þar sem þeir töpuðu 19 impum og þar með leiknum. MYNDATEXTI: Frá leik landsliðsins og Sparisjóðsins í Keflavík. Jóhannes Sigurðsson og Guðjón Svavar Jenssen spila gegn Þresti Ingimarssyni og Bjarna Einarssyni. mynd kom ekki

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar