Kajakkúnstir á Elliðaánum

Halldór Kolbeins

Kajakkúnstir á Elliðaánum

Kaupa Í körfu

Það var heilmikið líf og fjör á Elliðaánum þegar 20 kajakróðrarmenn tókust á í svokölluðu Elliðaárródeoi sem Kajakklúbburinn stóð fyrir. Keppnin, sem gengur út á að sýna ýmsa snilldartakta við róðurinn, fór fram neðan við rafstöðina í ánum og segir formaður klúbbsins sannkallaðar kjöraðstæður hafa verið á meðan á henni stóð. Að sögn Þorsteins Gunnarssonar, fomanns Kajakklúbbsins, gengur keppnin út á að menn fá þrisvar sinnum fjörutíu og fimm sekúndur til að sýna listir sínar en dómarar dæma síðan frammistöðuna eftir ákveðnum reglum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar