Jarðhitaskóli.

Jim Smart

Jarðhitaskóli.

Kaupa Í körfu

Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna 25 ára. Alls hafa 279 nemendur frá 39 löndum brautskráðst frá Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, að því er fram kom í erindi Ingvars Birgis Friðleifssonar, forstöðumanns skólans, við setningu 25. starfsárs skólans í gærmorgun. Af þeim sem hafa útskrifast hafa 43% komið frá löndum í Asíu, 26% frá löndum í Afríku, 14% frá löndum í Rómönsku-Ameríku og 17% frá löndum í Mið- og Austur-Evrópu. 14% þeirra sem hafa útskrifast eru konur. Myndatexti: Fjölmenni var við setningu Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna í gær. Frá hægri: Tumi Tómasson, Hans van Ginkel, Halldór Ásgrímsson, Gunnar Snorri Gunnarsson, Þorkell Helgason, Max Bond og Stefán Skjaldarson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar