Jóga í Listasafninu á Akureyri

Skapti Hallgrímsson

Jóga í Listasafninu á Akureyri

Kaupa Í körfu

MARGIR Íslendingar stunda jóga en varla er hægt að hugsa sér notalegri stað til þess arna en Listasafnið á Akureyri þessa dagana. Safnið hefur vakið athygli undanfarin misseri fyrir merkilegar sýningar. Þar stendur nú yfir sýningin Undir fíkjutré: Alþýðulistir og frásagnarhefðir Indlands og er næsta sýningarhelgi sú síðasta. Helga Haraldsdóttir jógakennari á Akureyri mætti í safnið í gær með hátt í þrjátíu manna hóp sem stundaði æfingar sínar í því glæsilega umhverfi sem sýningin er, en hér er um að ræða tilraun safnsins að "tengja saman íþróttir og listir undir fyrirsögninni "Art Movements" þannig að menn geti styrkt bæði líkama og anda á sama tíma," eins og Hannes Sigurðsson, safnstjóri, sagði í samtali í gær. ENGINN MYNDATEXTI. (Jógakennsla í Listasafninu á Akureyri. Helga Haraldsdóttir jógakennari mætti með á þriðja tug fólks sem gerði æfingar sínar innan um verk á sýningunni Undir fíkjutré: Alþýðulistir og frásagnarhefðir Indlands, sem lýkur um næstu helgi.)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar