Samfylkingin rær á Tjörninni

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Samfylkingin rær á Tjörninni

Kaupa Í körfu

UNGT Samfylkingarfólk mótmælti núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi með táknrænum hætti í gær þegar það reri út á Reykjavíkurtjörn með veiðarfæri í sólskininu. "Við viljum með þessu móti benda á óréttlætið sem felst í fiskveiðistjórnunarkerfinu. Þetta er því eina leiðin fyrir okkur þar til ríkisstjórn Samfylkingarinnar kemst að og þetta óeðlilega forréttindakerfi fárra verður afnumið," segir Eiríkur Jónsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi og varaformaður Ungra jafnaðarmanna. MYNDATEXTI: Samfylkingarfólk rær til fiskjar á Reykjavíkurtjörn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar