Verðlaunahafarnir í garði franska sendiherrabústaða

Verðlaunahafarnir í garði franska sendiherrabústaða

Kaupa Í körfu

Franska sendiráðið efndi nýverið til athafnar til að glæða áhuga á franskri tungu en gefinn hefur verið út bæklingur sem dreifa á til grunn- og framhaldsskólanema í því skyni að vekja áhuga þeirra á franskri tungu og menningu. Þá hafa einnig verið afhent verðlaun fyrir góðan árangur í frönskunámi. Franski sendiherrann, Louis Bardollet, flutti ávarp við þetta tækifæri og meðal gesta voru Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, Árni Jónsson, formaður Alliance Francaise, Vera Valgarðsdóttir, formaður Félags frönskukennara á Íslandi, og Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands. Þrír nemendur Menntaskólans í Reykjavík hlutu verðlaun í ritgerðarsamkeppni á vegum Alliance Francaise; Myndatexti: Verðlaunahafarnir saman komnir í garði franska sendiherrabústaðarins. Með þeim eru Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, Louis Bardollet sendiherra og Olivier Dintinger, forstjóri Alliance Francaise.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar