Björn Jóhannsson

Jim Smart

Björn Jóhannsson

Kaupa Í körfu

Björn Jóhannsson, fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins, varð bráðkvaddur á heimili sínu að morgni miðvikudagsins 23. apríl sl., 68 ára að aldri. Björn Jóhannsson fæddist í Hafnarfirði 20. apríl árið 1935. Foreldrar hans voru hjónin Jóhann Kristinn Björnsson iðnverkamaður og Kristrún Marta Kristjánsdóttir húsfreyja. Björn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1956. Stundaði hann að því loknu nám í heimspeki við Háskóla Íslands og nám í ensku, sagnfræði og heimspeki við háskólann í Edinborg í Skotlandi á árunum 1957 og 1958. Björn varð framkvæmdastjóri Alþýðublaðsins árið 1958 og var blaðamaður á Alþýðublaðinu frá 1958 til 1962. Hann var ritstjóri dagblaðsins Myndar á árinu 1962 eða þar til útgáfu þess var hætt og hóf hann sama ár störf á Morgunblaðinu. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu á árunum 1962-1967 er hann tók við starfi fréttastjóra á Morgunblaðinu. Björn var fréttastjóri á blaðinu til ársins 1981 er hann varð fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins og gegndi hann því starfi til dauðadags. mynd kom ekki

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar