Björn Jóhannsson
Kaupa Í körfu
Björn Jóhannsson, fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins, varð bráðkvaddur á heimili sínu að morgni miðvikudagsins 23. apríl sl., 68 ára að aldri. Björn Jóhannsson fæddist í Hafnarfirði 20. apríl árið 1935. Foreldrar hans voru hjónin Jóhann Kristinn Björnsson iðnverkamaður og Kristrún Marta Kristjánsdóttir húsfreyja. Björn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1956. Stundaði hann að því loknu nám í heimspeki við Háskóla Íslands og nám í ensku, sagnfræði og heimspeki við háskólann í Edinborg í Skotlandi á árunum 1957 og 1958. Björn varð framkvæmdastjóri Alþýðublaðsins árið 1958 og var blaðamaður á Alþýðublaðinu frá 1958 til 1962. Hann var ritstjóri dagblaðsins Myndar á árinu 1962 eða þar til útgáfu þess var hætt og hóf hann sama ár störf á Morgunblaðinu. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu á árunum 1962-1967 er hann tók við starfi fréttastjóra á Morgunblaðinu. Björn var fréttastjóri á blaðinu til ársins 1981 er hann varð fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins og gegndi hann því starfi til dauðadags. mynd kom ekki
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir